Verndarvættirnar

september 11, 2007

Fundur með ræðiskonu Nicaragua

Filed under: Uncategorized — verndarvaettirnar @ 10:02 f.h.

fyrir-bloggid.jpg

Verndarvættirnar áttu fund með Margréti S. Björnsdóttir ræðiskonu Nicaragua í gær. Tilefnið var alþjóðlegt átak til að fá lög sem banna samkynhneigð afnumin í Nicaragua sem nú er eina Mið- og Suður-Ameríkulandið sem hefur slík lög.

Verndarvættirnar afhentu ræðiskonunni eftirfarandi bréf þar sem vakin er athygli á að lögin stríði gegn alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og að Mannréttindaráð Sþ hafi þegar úrskurðað gegn svipuðum lögum í Tasmaníu, Ástralíu.

Fundurinn heppnaðist afar vel og viljum við þakka Margréti S. Björnsdóttur kærlega fyrir hlýjar móttökur.

___________________________________________________________ 

Honorable Consul

It has come to our attention that Article 204 of the Nicaraguan Penal Code allows for the imprisonment of homosexuals for acts between two consenting adults in private or for the promotion of their human rights. Verndarvættirnar, an action group formed by members of Amnesty International and Samtökin 78 (The Association of Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender People in Iceland), strongly opposes these provisions, as they constitute a grave violation of human rights, and encourages the government of Nicaragua to repeal them.

Article 204 states that „anyone who induces, promotes, propagandizes or practices in scandalous form sexual intercourse between persons of the same sex commits the crime of sodomy and shall incur 1 to 3 years’ imprisonment“. As you can see, the terms used in the article are vague and open to various interpretations.

The law was challenged in the Supreme Court of Nicaragua in November 1992. The ruling of the court did not clarify the vagueness of the article, but instead broadened the definitions of the terms „sodomy“ and „scandalous form“ to mean homosexual sex or identity in general. The article therefore has no provisions that inhibit neither the prosecution of lesbians and gay men for sexual relations in private nor the prosecution of individuals that promote lesbian and gay rights.

Human rights organizations, such as Amnesty International, have therefore concluded that Article 204 constitutes arbitrary and excessive restriction on the right to freedom of expression, enshrined in Article 19 of the International Covenant on Civil and Political Rights (ICCPR) and in Article 13 of the American Convention on Human Rights (ACHR). Article 204 also constitutes arbitrary interference in the rights to privacy, guaranteed in Article 17 of the ICCPR and Article 11 of the ACHR. The application of the article’s provision would therefore be a violation of Nicaragua’s commitments under international law and any person convicted and imprisoned for these acts would be considered a prisoner of conscience. Furthermore, the Human Rights Committee which monitors compliance with the ICCPR has already ruled on similar provisions of the penal code of Tasmania, Australia in March 1994. In the case, Toonen v. Australia, the Committee found that the provisions were a violation of Article 17 of the ICCPR and recommended that they be repealed.

Verndarvættirnar therefore calls upon the Nicaraguan authorities to repeal Article 204 of the Nicaraguan Penal Code immediately and thereby respecting the human rights of all its citizens, whether homosexual or heterosexual. The group requests that the authorities respond to this letter in a timely manner

We ask you, honorable consul, to relay this message to the appropriate authority within the Nicaraguan government and alert us to the authorities’ timely response.

Verndarvættirnar

Auglýsingar

september 6, 2007

Verndarvættirnar á ferð og flugi

Filed under: Uncategorized — verndarvaettirnar @ 1:58 f.h.

Ólögleg í 100 löndum

n605702789_240840_72303.jpg

Verndarvættirnar hafa haft í mörgu að snúast síðan þær voru stofnaðar nú á vordögum með það að markmiði að vinna að réttindum STT-fólks á alþjóðavettvangi. Stuttu eftir stofnun fór hópurinn að huga að þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga og má segja að aðaláherslan hafi verið lögð á þann þátt starfsins þessa fyrstu mánuði.

Óhætt er að segja að Gleðigangan og aðgerðin á Arnarhóli í kjölfarið hafi þegar á heildina er litið heppnast vel. Fremst fóru vaskar Vættir með bleikan borða sem á var letrað svörtum stöfum slagorð aðgerðarinnar „Ólögleg í 100 löndum“, en það vísar til þess að samkynhneigð er með einum eða öðrum hætti ólögleg í u.þ.b. 100 ríkjum heimsins. Borðinn var þó aðeins forsmekkurinn, því bæði litirnir sem og slagorðið voru bleiki þráðurinn í öllu því sem á eftir fylgdi.

Í humátt á eftir borðanum mjakaðist bíll eftir götunni og bar hann með sér harla óvenjulegan farþega, nefnilega risastóran bleikan hnött. Þarna mátti einnig sjá fjöldann allan af bleikum helíumblöðrum sem göngumenn réttu hundruðum barna á öllum aldri. Á eftir hnettinum gengu svo skiltaberar með áletruð skilti og beindu athyglinni að ýmsum þeim málum sem brenna helst á okkur þessa dagana. Auk alls þessa dreifði hópurinn bæklingi til áhorfenda og göngufólks, sem sérstaklega hafði verið prentaður í tilefni dagsins.

n605702789_240836_6358.jpg

Aðgerðir á Arnarhóli

Starfsemi Verndarvættanna var hvergi nærri lokið þótt gangan tæki enda, því hópurinn hafði komið sér upp tjaldaðstöðu í einu horni Arnarhóls til að þjóna sem miðstöð frekari aðgerða. Þegar skemmtiatriði Hinsegin daga brustu á mátti því víða sjá fólk í svörtum og bleikum bolum á vappi í mannmergðinni. Þarna voru Verndarvættirnar að fræða hátíðargesti um mannréttindi ásamt því að dreifa blöðrum og bæklingum og safna undirskriftum við áskorun til íslenskra stjórnvalda um að standa vörð um mannréttindi STT-fólks á heimsvísu.

Eftir velheppnaða Hinsegin daga má segja að Verndarvættirnar hafi tekið sér langþráð sumarfrí. Hópurinn, sem fer sífellt stækkandi, mætir því aftur á sjónarsviðið nú á haustdögum, fullur af orku og nýjum hugmyndum.

n605702789_240844_8095.jpg

Verndarvættirnar hitta ráðamenn

Meðal verkefna þessa dagana má nefna fyrirhugaðan fund með utanríkisráðherra, þar sem Verndarvættirnar munu m.a. afhenda stjórnvöldum þær undirskriftir sem söfnuðust á Hinsegin dögum. Einnig má geta fundar með ræðiskonu Nicaragua í tilefni alþjóðadags fyrir afnámi „sódómalaga“ gegn samkynhneigðum úr þarlendri löggjöf. Þá stendur til að fulltrúi Vættanna hitti sendiherra Rússlands á Íslandi fljótlega og ræði við hann stöðu mannréttinda STT-fólks í Rússlandi. Skemmst er að minnast banns við Gleðigöngu samkynhneigðra í Moskvu á vordögum 2007 og fjöldahandtaka á göngufólki sem fylgdu í kjölfarið. Í þessu sambandi má einnig nefna glænýjan dóm sem staðfestir bága réttarstöðu STT-fólks í landinu, meðal annars með tilliti til þess að safnast saman til friðsamlegra fundarhalda.

Fyrsti fundur haustsins verður fimmtudaginn 6.september kl.20.00 í húsakynnum Samtakanna 78 og verða öll fyrrnefnd mál til umræðu. Þá verður þátttakan í Hinsegin dögum krufin til mergjar og línurnar lagðar fyrir vetrarstarfið. Eftir sem áður er hægt að nálgast allar upplýsingar varðandi Verndarvættina hjá Hilmari Magnússyni, alþjóðafulltrúa hjá Samtökunum 78 (hilmar.magnusson@hotmail.com) og Írisi Ellenberger, aðgerðastjóra hjá Amnesty International (ie@amnesty.is).

júlí 31, 2007

Við erum Verndarvættirnar

Filed under: Uncategorized — verndarvaettirnar @ 12:51 e.h.

Verndarvættirnar eru samstarfsvettvangur Amnesty International og Samtakanna 78. Hópurinn berst fyrir bættum mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender á alþjóðavettvangi.

 Við leitum að fólki til að labba með okkur í Gleðigöngu Hinsegin daga næsta laugardag. Ef þið hafið áhuga vinsamlega sendið tölvupóst á ie@amnesty.is eða hilmar.magnusson@hotmail.com.

 Og svo að lokum er það aðgerð dagsins:
Ráðist er á transsexual fólk í Malasíu. Þú getur lesið meira um málið hér og nýtt þér með fylgjandi leiðbeiningar til að skrifa bréf og krefjast réttlætis.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.